flutningar

Ég á svo mikið af kössum núna að ef ég þyrfti að búa í þeim þá hefði ég alveg heila blokk til umráða...

Ég er sem sagt að flytja.....

Ég hringdi í íbúðareigandann og sagði honum að ég væri hætt að búa í íbúðinni hans og vildi helst af öllu flytja út 1.ágúst.  Honum  svelgdist svo hrikalega á að hann bað um hugsunarfrest sem hann fékk en þar sem ég er ekki mjög þolinmóð kona þegar ég hef bitið eitthvað í mig ullaði ég bara á  hann þegar hann var búin að hugsa og sagðist fara NÚNA hvort sem hann vildi það eða ekki.

Framundan er því mánaðar búseta á götunni þar til ég flyt upp í sveit eða í Mosfellsbæ í leigusambúð með karlmanni.

Ég þori ekki að ræða þetta við Toppmanninn því ef hann segir mér að þetta sé heimskulegt fyllist ég af efasemdum og enda með að flytja í kústskáp sem mér stendur til boða fyrir lítin pening í hjarta borgarinnar.  Jafnvel þó að það sé við hliðina á Nördinu.

Annars er ég orðin drulluþreytt á Toppmanninum.  Það er alveg sama hvað ég væli í honum að ganga með mér á fell, fjöll, hóla eða upp brekkur hann virðir mig ekki viðlits.

En svo hringir hann bara í mig í dag og segist hafa farið í útreið án mín og það tvisvar. Hlær svo að mér og segir mér að hætta að hugsa um skólagöngu, vinna bara mína vinnu og njóta lífsins.  Og heimtar svo líka að ég hætti við göngu og komi og eyði tíma með honum um helgina.

jamm.... maðurinn elskar mig sko út af lífinu....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband