ég trúi...

...því að það sé tilgangur með öllu.  Þess vegna get ég sætt mig við það að sita heima með ónýta tá á  meðan göngufélagar mínir ganga Laugarveginn á fjórum dögum.

Kannski hugsaði ég þetta bara yfir mig sjálf....  með heilabrotum og áhyggjum á væntanlegum flutningum.

Kannski er almættið að bjarga mér frá einhverju...

...eða sjá til þess  að ég sé á réttum tíma á réttum stað með rétta fólkinu.

Svo er  það hugsanlegt að mér komi í koll koppurinn og hlandið vegna kærileysis míns gangvart bólgnum ökla og annars krankleiks í einmitt hægri fæti undanfarið hálft ár...

Heilbrigðisstarfsfólkið sem tók á móti mér á slysa- og bráðamóttöku LSH hló að mér og bretti upp á nefið vegna óska minna yfir að vera  læknuð strax.   Þær sögðu að ég skyldi ekki ganga neitt ef ég vildi vera uppistandandi í September  og ef ég  ætlaði að trússa þrátt fyrir allt mætti ég ekki vera í lokuðum skóm og ekki framkvæma neitt heldur láta aðra um alla vinnuna.  

Eins og ég hafi skapgerð í það....

Svo átti Brjálaði Ævintýramaðurinn afmæli  og bauð upp á grill og gleði úti í móa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband