fábrotið líf mitt

Það kveiknaði í bakinu á mér í Sólargöngunni með FallegaFólkinu....  Núna sit ég  með  sviða á herðum og hrygg, töluvert dekkri en áður en ég fór.

Ég fór haltrandi í afmælisveislu í Heiðmörkinni, sat þar á teppisdruslu og naut þjónustu Heilsuhvíslarans...  Grillmeistarinn bauð upp á Makríl sem var hreint lostæti. Í græðgi minni varð mér samt á að gleipa bein sem veldur mér leiðindum í augnablikinu.

Á mánudag munu göngufélagar mínir leggja af stað í Laugarvegsgöngu án mín. Ég mun sita heima að bryðja pensilin með tánna upp í loft.

Brussel stelpan er  mætt á svæðið og ég ætla mér að hitta hana....  Skólasystir mín er í sumarfríi og við ætlum að hittast á meðan það varir....  Mamma mín, litla systir og fallegasti litli frændi í heimi búa hjá mér.... 

Og vegna þess að ég ætla að vera flutt út úr þessari íbúð 1.ágúst verð ég víst að halda mig við það að pakka niður bókunum mínum og öðrum merkilegum eignum mínum.

Verst að eiga samkvæmt læknisráði að taka það rólega......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband