íhugun

Ég settist út í garð áðan og velti fyrir mér lífinu.   

Einhverra hluta vegna tuða vinir mínir í mér eins og ég geti bara veifað töfrasprota og *bingó* batnað í tánni og gengið með þeim Laugarveginn.  Ég get bara ekki séð það fyrir mér hvernig sem ég reyni.  Svo að ég tók þá ákvörðun  að hvernig sem hvað er þá er ég ekki undir neinum  kringumstæðum á þeirri leið.

Ég verð þá bara að rölta þessa leið ein í ágúst.....

Þar sem ég sat í veðraða tágarstólnum mínum sem ég erfði Listakonuna af þegar hún flutti til Noregs um árið fór nágranninn að brölta eitthvað um svo augu mín hvörluðu af Hunangsflugu sem hafði fangað athygli mína og á þetta brambolt hennar.  Þegar ég svo stóð upp var ég búin að gleyma tilvist flugunnar og steig á hana.  Flugu-rassgatinu varð svo um að hún sparkaði svo hressilega í mig að ég feyktist frá og hljóp grenjandi inn til mömmu.   Það er sko munur að hafa mömmu við hendina meðan ég á svona bágt.

Ég hugsaði líka um væntanlega búsetu og kem til með að gera það eitthvað áfram þar sem vinkona mín er alltaf að detta niður á tilvalnar lausnir mér til handa.   Sjálf geri ég ráð fyrir að flytja í leigusambúð í Mosfellsbæ nema eitthvað miklu ódýrara, hagstæðarar og betra á allan hátt detti inn á borðið hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband