17.3.2009 | 20:07
ég er kona og get allt sem ég vil...
... en ekki kannski strax og ég vil.
Þegar ég var að ganga upp á þá tuttugustu í dag var eitt Hreystimennið að hlaupa þessa sömu leið og ætlaði sér að hlaupa tvisvar. Ég ætla að ná hans hreysti á þessu ári.........
Á morgun er svo taka þrjú á skíðaferð í Bláfjöll hjá mér, GrísaGoðinu og TheLady en það er allt útlit fyrir að því verði frestað vegna lokunar á svæðinu.
Þar sem ég er að fara í Hólaskóg um helgina með gönguskíði, góða skapið mitt og gott í gogginn hef ég ekki miklir áhyggjur af búningi fyrir Grímuball Míns Vinnustaðar sem haldið verður í annað sinn síðan ég lagði leið mína þangað fyrir fimm árum síðan. Eiginlega er ég samt sorgmædd yfir að alltaf er allt á sama tíma..... Ég missi nefnilega líka af samkvæmi sem Tenórinn býður mér á þessa umrædda helgi.
Tíbískt.....
Miðað við það sem komið er af þessari færslu mætti halda að ég væri þróttmikil íþróttafrík en því fer víðsfjarri.
-Ég skríð upp á þá tuttugustu móð og másandi og þegar ég er að ná þeirri sjöttu í annari lotu verkjar mig svo í alla vöðva fóta minna að ég skríð grátandi inn til vinkonu minnar til að skila lyklunum sem koma mér inn á stigaganginn.
-Svigskíði hef ég aldrei svo mikið sem mátað við fótleggi mína og ætla mér einfaldlega bara að láta af verða áður en ég dey.... OG
-Gönguskíði prófaði ég í fyrsta sinn á þessu ári og fannst bara nokkuð mikið til um og því tilvalið að nýta hvert tækifæri sem gefst...
ég ætla samt út að ganga um leið og ég er búin að melta allt spínatið sem ég innbyrgði sem kvöldmat á mínu heimili.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 23:25
ég er kona og get tekist á við blóð..
Ég þoli ekki að gera klára máltíð, borð'ana og skila henni svo bara til upprunans. Maginn umsnérist algjörlega eftir AB-mjólkurátið í kvöldmatnum.
Og ég nenni alls ekki að standa svona upp og setjast niður aftur... og aftur...
Annars var þetta ekki minn besti dagur í kennslu þar sem nemendur virtust vita meira en ég um hvað væri þeim fyrir bestu að læra... íslendingar sem hafa annað tungumál sem móðurmál. Ögrandi, erfitt og örugglega mjög gefandi ef vel tekst til.
En ég er komin í vetrarfrí frá Mínum Vinnustað....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2009 | 22:31
matarboð...
Ég var nógu dugleg til að bjóða afkvæmum mínum í mat í kvöld.
Ég var líka nógu dugleg til að bjóða upp á Íslenskt Lambalæri með sósu og alles og til að hafa Royal-búðing í eftirrétt.
Dugleg ÉG.......
Ég var samt ekki nógu dugleg til að ganga strax frá eftir matarboðið..
Ég var ekki heldur nógu dugleg til að drulla mér í vinnu strax á eftir eins og ég hafði ætlað mér eða til að gera eitthvað skynsamlegt og gáfulegt. Þess í stað hef ég sitið í tölvu einstaklega ánægð með að hafa eitt tæki undir höndunum sem virkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 21:49
leti...
...mig langar svo að liggja almennilega í kör í kvöld.
Á morgun hef ég ráðgert að fara upp í Bláfjöll á skíði en úti eru válynd veður og óvíst um hvað úr verður....
Ég er búin að puðast hringinn minn. Ég er líka búin að rölta upp á þá tuttugustu. Síðan er ég búin að sporðrenna einu súkkulaði og pizzubita ...og standa undir heitri sturtu tímunum saman.
Núna langar mig svo til að eiga í vitrænum samræðum við einhvern.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2009 | 23:31
ég þori ekki í vinnuna á morgun...
..áður en Vísa-Strákurinn elti mömmu sína út til Kanarí lofaði ég honum því að ég myndi hugsa vel til hans... Auðvitað var ég alltof upptekin við aðra hluti og gerði ekkert af því sem ég taldi honum í trú um að ég myndi gera.
Á morgun á ég að vera á vakt með honum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 13:16
hittingurinn....
Staðurinn verður að státa af smáhýsum eða innigistiaðstöðu. Þar verður líka að vera tjaldstæði, utan þéttbýliskjarna og stutt í sundlaug. Mér finnst líka mikilvægt að hafa möguleika á annað hvort gönguferð, veiðiaðstöðu, hestaleigu eða siglingu.
Síðan en ekki síst held ég að staðsetning verði að vera á suðurlandi í þetta skiptið.....
Möguleikar.......
Þakgil við Þórisjökul fellur undir alla skilmála en þar eru engin smáhýsi laus á réttum tíma....
Svínafell í Öræfasveit. þar er sundlaug, tjaldstæði, smáhýsi og möguleiki á göngum í fjallshlíðinni....
Síðan er ég að skoða Seljavelli, Leirubakka, Minniborgir, Féalgsheimilið Borg, Syðra-Langholt o.s.fr. en það er sama hvar ég drep niður fæti það vantar alltaf eitthvað....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 10:14
bara allt...
Ég var að knúsa mömmu mína, litlu systir og fallegasta litla frænda í heimi bless.... þeirra leið liggur núna norður á Akureyri.
Í dag er ég að fara að kenna eins og aðra daga en þegar ég er búin að kenna ætla ég með GrískaGoðinu og Dömunni upp í Bláfjöll til að prófa að standa á skíðum.
Ef ég kem heil heim mun ég ganga hringinn minn í kvöld.... borða hollan kvöldmat.... og leggjast fyrir framan sjónvarpið með eitthvað skemmtilegt í höndunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 22:56
ég er of fljót á mér stundum...
Áðan sagði ég Grunnskólanemanum að það væri í lagi að vinkona hennar kæmi heim með henni...
Auðvitað var það sko ekki í góðu lagi..... hvar á ég þá að sofna NÚNA....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 16:27
gestirnir...
Í gær hamaðist ég við að hugsa um smáfólk langt fram á nótt. Fallegastí litli frændi í heimi og barnabarnið mitt voru vistuð undir vökulu auga mínu á meðan foreldrarnir fóru út að leika sér....
Núna sit ég svo með sveitt ennið því ég á eftir að vinna meira í dag og ég á eftir að undirbúa kennsluefni fyrir nýjasta hópinn minn sem byrjar á morgun og ég á eftir að kíkja á námsverkefni VísaTittsins og ég á eftir að ganga hringinn minn og.......
Mig vantar einurð til að láta hreyfinguna mína ganga fyrir ÖLLU öðru.
Ég ætla samt með GrískaGoðinu upp í Bláfjöll á þriðjudaginn þar sem ég ætla að standa á jafnsléttu og æfa svigskíðahæfni....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 23:31
með æluna í hálsinum
ég er veik í maganum
Um daginn stóð náungi einn svo þétt upp að mér að munnvatnið hans bókstaflega frussaðist beint ofan í maga á mér....
Og í dag fékk ég mér ís og eyddi því öllu kvöldinu í að æfa rassvöðvana vegna þarfa minna á því að skila honum....
Kvíðinn hefur svo líka snúið innra byrði maga míns oftar á þessu ári en á öllum þeim árum sem ég hef lifað fram að þessu....
ég ætla til læknis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)