20.2.2009 | 11:43
fingur okkar flögruðu frá draumi til draums
Í gær endaði ég með að fara með Jarðfræðinámsbók og bókina Þyrnar og Rósir með mér upp í rúm.
Í jarðfræðibókinni las ég um kjarnorkuverið Sól, útstreymi CO2 hér á landi, hina vannýttu orku vindakerfisins og misgengi jaðlaga...
Í bókinni Þyrnar og Rósir missti ég mig í aðdáund á löngu liðnum skrifum skálda sem einu sinni voru.
Ég sakan ekki þess sem var
ég trúi ekki á fegurð
fortíðarinnar
en draumanna
minnist ég með trega
nú þegar kólnar og dimmir
og bilið vex
milli þess sem er
og þess sem átti að verða Ingibjörg haraldsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 23:09
eina sem ég hugsa um núna
Gráðugur halur
nema geðs viti
etur sér aldurtrega,
oft fær hlægis,
er með horskum kemur,
manni heimskum magi
Hjarðir það virtu
nær þær heim skulu
og ganga þá af grasi.
En ósvinnur maður
kann ævagi
síns um mál maga.
Hávamál
Ég í hnotskurn. Er virkileg ekki til nein töfralausn......
Annars hugsa líka mikið um það að mig langi að lesa eitthvað gáfulegt. Veit samt ekki hvaða bók af öllum þeim bókum sem hillur mínar príða hæfir best í verkið.
Mig langar í ljóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.2.2009 | 15:48
uggvænlegu bitru dagar...
Ég hugsa með skelfingu til þess dags sem ég þarf að rífa mig upp á rassgatinu og drullast til vinnu. Það er bara allt of stutt til morgundagsins eða föstudagsins fyrir mína parta.....
Ég var virkileg búin að gleyma því hvað það er afslappandi að sofa lungað úr deginum, dragnast þá fram í stofu til að liggja yfir imbakassanum og jafnvel sofna yfir honum. Rölta annars lagið fram í eldhús til að kanna matarbirgðirnar og skreiðast svo vel fyrir miðnætti inn í rúm aftur til að hvíla lúin bein og hvíla þau þar langt fram á næsta dag.....
Ætli það sé ekki komin tími á sturtu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2009 | 00:22
atsjú-atsjú-atsjú
....ef ég væri ekki með kvef......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2009 | 18:14
Í þessu lífi eru bara Sunnudagar.....
..en því miður eru allir hættir að halda þá heilaga svo ég græði ekkert á því.
Í dag berst ég sannkallaðri hetjubaráttu við frú Kvef. Kellingarforáttu sem veldur ofnæmisviðbrögðum líkama míns um leið og hún bankar upp á. Þess vegna er það svo að hor, hausverkur, hósti og óstjórnlegur hnerri heiðra líf mitt þessa stundina.......
Þorrablót með brottfluttum Hornfirðingum, vinkonu minni, frænku og Tenór í gær...
Niðjamótspælingar, undirbúningur og leit að upplýsingum einkenndu daginn í dag...
Á morgun verður það svo vinna, meiri vinna og undirbúningur fyrir kennslu á miðvikudag en þá byrja ég með nýtt 20 tíma kennsluefni....
......en ætli það sé ekki best að skreppa einn hring á tveimur jafnfljótum núna, elda svo grænmetissúpu og leggjast eftir það yfir spólu með einhverju æsispennandi dramaefni sem ertir tárakirtla mína.....
Í næsta lífi eru kannski bara mánudagar......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2009 | 20:56
ferðin
Föstudagurinn ÞRETTÁNDI og það fyrsta sem flugstjórinn sagði þegar við vorum sest inn í vél og búin að óla okkur vel niður var: ...ég verð að biðja ykkur að hinkra ögn því flugvélin er biluð og ég verð að fá flugvirkja til að líta á hana.. Skelfingu lostin litumst við í augu þegar flugstjórinn yrti á okkur aftur og bað okkur þá að fara inn í flugstöðvarbygginguna þar sem það þyrfti að draga vélina inn í flugskýli til frekari athugunar.
Við komumst svo til Akureyrar á annarri vél stuttu seinna.....
Á Akureyri skrapp ég í kaffi til systur minnar þar sem ég hitti alla mínu nánustu ættingja sem búa á þessum landshluta.
Bara gaman.....
Á leiðinni suður aftur til Reykjavíkur með flugi klukkan 17:25 hringaði ég mig utan um sessunaut minn þegar flugvélin hoppaði og skoppaði um himinhvolfið eins og henni væri ætlað að halda takti við lag sem samið væri fyrir tvö tveggja ára í pottaskápnum.
Ég held að það sé miklu betra að deyja með einhverjum en einn og yfirgefin.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 01:07
kaffidreitil.....
.... og kannski biti af einni franskri.
ÉG ER AÐ FARA AÐ FLJÚGA TIL AKUREYRAR Á MORGUN.... og þá kíki ég á mömmu mína, litlu systur, fallegasta litla frænda í heima og systur mína. Kannski næ ég að sjá báða sætu stóru strákana og skjaldbökuna en ég held ég gefi mér ekki tíma til að elta uppi NorðlenskuHjúkkuna.....
Ég vinn á mögnuðum vinnustað. Maður getur aldrei vitað..... -hvort maður droppi við á Hornafirði, Akureyri eða á Vesturlandi. -hvort maður fari í hestastúss, kaffihús eða sund... -hvort maður siti á einhverjum, hjá einhverjum eða einn eða -hvort maður þarf að skúra, vaska upp eða hvíla sig í lazy boy.
Minn Vinnustaður rokkar sko feitt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 11:02
bið
Líf mitt fer endalaust í það að bíða eftir hinu og þessu....
Núna bíð ég eftir að það sé komin tími til að kenna. Þegar ég verð byrjuð að kenna fyrri hópnum mun ég sita og bíða eftir að fara að kenna þeim seinni. Og þegar kennsla seinni hópsins verður byrjuð mun ég bíða eftir að henni ljúki svo að ég geti farið í bókhaldsvinnuna mína. Ég bíð líka eftir morgundeginum því þá mun ég fjúga á vegum Míns Vinnustaðar til Akureyrar. Svo bíð ég líka eftir laugardeginum þegar ég kem til með að hitta hornfirðinga í massa vísi......
Ég bíð eftir því að verða léttari, úthaldsbetri, ríkari og að hafa meiri tíma til að leika mér..
Eða eins og ein frænka mín sagði þegar hún var lítil:
ég beiddi og beiddi en ekkert gerðist....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 11:10
mín mekka...
.....er allt himinhvolfið
Ég fór í heimahús og horfði í eldinn. Ég fór í heimahús og hlustaði á fólk sem trúir. Ég veit svo sem ekki hvort ég fann ró mína en samveran var verulega góð.
Ég öfunda fólk sem veit hvert það ætlar þegar það deyr. Sjálf sit ég og velti því fyrir mér hvort það sé betra að lifa dyggðugu lífi til að eiga vísan stað þegar yfir líkur eða bara að lifa dyggðugu lífi til að eiga betra líf hér og nú.
Þykir ekki öllum vænna um góðu kosti næsta manns en gallana....
Þykir ekki öllum óþarfi að tala illa um aðra....
Þykir ekki öllum samkennd sjálfsögð...
Að sjálfsögðu ekki.... Öll okkar hegðun ræðst af flóknu samspili uppeldis, umhverfis og erfða og ekki einu sinni öllum í þessum heimi sem gefst tækifæri til að vita muninn á réttu og röngu.. Enda er ekki einu sinni -mitt rétta- endilega -þitt rétta- ......
Ég gæti alveg aðhyllst sameiningu allra trúabragða heims.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 23:16
tabú
..mér er orða vant..
Kannski eiginlega vegna þess að það sem mig langar að tala um er eiginlega ekki umræðuefni.
Á facebook pirra ég mig á myndbirtingum þar sem þeir einstaklingar sem ég umgengst af Mínum Vinnustað kunna ekkert í myndatökusiðalögmálum. Eins einfalt og málið varð með stafrænumyndavélunum þar sem ömurlegum myndum má eyða án erfiðleika virðast sumir ekki átta sig á delete-takkanum á vélunum sínum og birta því myndrænt séð hörmulegar myndir.
Listrænueðli mínu er sko gróflega misboðið....
Ef ég ætti súkkulaðiköku núna myndi ég fá mér sneið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)