8.2.2009 | 23:53
heiðurskonan ég...
Fyrir utan það að ganga í brjóstahaldara, fara á blæðingar og hrífast af loðnum brjóstkössum er ég eins og aðrir einstaklingar sem búa á þessari jörð. Ég verð að vinna til að geta haldið lífi... ég verð að ganga aftur frá því sem ég tek höndum um... og ég verð að finna minn tilgang með lífinu.
Í eilífri viðleitni til að geta allt, missti ég eiginlega sjónar á því hvað ég vil......
Þegar ég var búin að kviksetja mig í of miklu annríki fór ég að vakna upp á nóttunni með gullklump í maganum sem herti svo á hjartvöðvanum að ég náði varla andanum og missti mig svo í því að troða höfðinu sem lengst undir koddann og völ var á og eins lengi og ég komst upp með.
Ég hef komist að því að tíminn er takmarkaður og því verð ég að eyða honum í það sem er mér dýrmætast á hverjum og einum tíma.
Í kvöld eyddi ég þremur klukkutímum í að borða pizzu, drekka PepsíMax og horfa á die hard III með Grunnskólanemanum. En það var eftir að ég var búin að hendast á tveimur jafnfljótum hringinn um Vestasta hluta Kópavogsbæjar með fréttatímann í eyrunum.
Ég elska það að vera úti og eiginlega get ég ekki lifað lífinu lifandi án þess að komast undir bert loft daglega.
En hvernig á ég að réttlæta það að eyða svona dýrmætum tíma í eitthvað svona langt frá því að vera vinna, önnur vinna, hin vinnan og skólaganga mín sem er á góðri leið með að sturtast niður í holræsi heimili míns....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2009 | 00:24
partýið
...FrekaSjúkraliðaKonan mætti ekki!!
Toppmaðurinn kom, GunZ, Nördið, Daman, LitlaLæknisFrúin, Tenórinn, Deildastýran, Hjúkkansemstalnafninumínu, GrískaGoðið, TónlistaGúrúið, Skreppihjúkkan að sjálfsögðu, Dóttir hennar, MineShrink, Meistarinn og ég.....
Farandsbikarinn - Ertu klárari en Kleppari - féll í hlut Deildastýrunnar og GrískaGoðsins en auðvitað bara klárlega vegna þess að engum dettur til hugar að vera skarpari en sá sem öllu ræður á vinnustaðnum....
TónlistaGúrúið heillaði mig svo upp úr skónum þegar hann tók þrjú af lögum Bubba bara fyrir mig, eftir að hafa leyft okkur að þefa örlítið af hans eigin snilld sem tónlistamanns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009 | 23:33
greining
Ég er komin með einhverja kvíðaröskun. Jafnvel gæti það verið svo að ég sé að þróa með mér einhverja hátækni geðröskun án þess að hafa hugmynd um það.
Að sú röskun skuli vera hátækni hefur ekkert með tækni að gera, ég finn bara ekki í augnablikinu nógu flott og fagmannlegt orð um mitt geð eða mína geðröskun.
Málið er að í augnablikinu fer ég létt með að sofa í 12 tíma. Það er að segja, að eftir að ég er komin í rúmið mitt er ekkert sem dregur mig fram úr því nema skyldumæting á einn eða annan stað.
Ég fresta undirbúningi fyrir kennslu þar til að það er ekki eftir neinn tími til að gera eitt eða neitt og því er ég alltaf á neyðaráætlunarkennslu aftur og aftur.
Ég mæti úrill og þreytt á uppáhalds vinnustaðinn minn dag eftir dag.
Ég hreyfi mig ekki í átt að bókhaldsvinnustaðnum mínum fyrr en atvinnurekandinn hringir í mig til að spyrja um eitthvað.
Og ég tek ekki til höndum á heimili mínu fyrr en ástandið er svo slæmt að ég get ekki tekið á móti heimsóknum....
Ég er með illt í maganum, pirring í hnjánum og flatneskulegt geðslag þegar ég nenni að halda opnum augum. Ég er með skerta raunveruleika skynjun, er með ofskynjanir og dvel löngum stundum við dagdrauma...
Ef mér verður ekki batnað á morgun, fer ég að hafa áhyggjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2009 | 23:54
do-re-mí-fa-so-la
Ef öll kvöld væru eins og kvöldið í kvöld mundi ég breytast í fugl.......
Ég finn bragðið ennþá á vörum mínum.
Núna langar mig til að lesa eitthvað. Ég á orðið eitt stykki ullasokka svo næst er stefnan sett á sjal handa mér, grifflur og nýja lopapeysu.
Næsta föstudag verður vinnustaðapartý á Mínum Vinnustað. Helgina á eftir ætla ég að hitta brottflutta hornfirðinga á Þorrablóti. Og eitthvað heyrði ég Grímuball nefnt á nafn á göngum stofnuninnar í morgun.
Það er komin tími á að faðma koddann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2009 | 21:58
ég er asni
...en sem betur fer er það mannlegt.
Í dag er ég löt og leiðinleg. Enda er ég búin að ganga Elliðaárhringinn og röfla og rausa um marklaus málefni út í það endalausa.
Helginni eyddi ég í Húsafelli með einstaklega skemmtilegu fólki. Þar var farið á gönguskíði, sullað í heitum potti og keyrt um í skoðunartilgangi. Núna langar mig í gönguskíði. Í það minnsta langar mig til að hafa tækifæri til að fara í gönguskíðaferðir í minni nánustu framtíð. Reyndar langar mig líka á alvöruskíði, að sigla um á kæjak, skreppa í sjósund, labba á Heklu, fara á skauta og dansa salsa.
Ef ég væri ljón myndi ég geispa myndarlega, hringa mig betur í sófann og urra við hverri truflun út vikuna. En ég er ennþá bara asni....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 11:09
ein af dauðasyndunum sjö
Ég er reið yfir ósvífni þessar stúlku gagnvart mér..... Ég er leið yfir að hún skuli yfirhöfuð hafa þessar hugmyndir um mig.... Ég bókstaflega hamast við að að reyna að finna út hvað hún er vitlaus, leiðinleg og alveg úr takt við alla almenna skynsemi til að geta fríað mig allri ábyrgð.
En eina sem situr eftir er að kannski hafi hún alveg rétt fyrir sér. Kannski hefur hún bara rétt fyrir sér þegar allt kemur til alls. Kannski hef ég komið fram við hana frá því að ég leit hana fyrst augum öðruvísi en aðra.
Það verður að segjast að ég hef öfundað þessa stelpu í gegnum tíðina og það fyrir ansi margt. Ég hélt ég hefði gengið frá því í hausnum á mér og pakkað því og eytt.
Trúlega hefur öfund mín í hennar garð alltaf komið fram í samskiptum mínum við hana... Kannski hefur bara öfundin litað öll mín samskipti við hana alla tíð. En það gerir MIG einhvern veginn minni. Gerir mig einhvern veginn að minni manneskju að hafa stjórnast af þessum tilfinningum sem eru almennt fordæmdar og taldar til synda. Svo að ég tali nú ekki um það að bera þær utan á mér.....
Ég hefi svo miklu frekar viljað finna alla sök hjá henni og geta sitið sjálf úti í horni sem píslavættur ósanngjarna ásakana af höndum hennar.
ÉG ER ASNI.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 20:02
miður mín....
Meðvirkni dauðans angrar mig núna.
Ég er með hnút í maganum, tár í augunum og heilastarfsemin er á hálfu öðru hundraði vegna þess eins að stelpa sagði mér að ég væri asni. Auðvitað sagði hún ekki: ...ella þú ert asni! En hún fór ansi nálægt því.
Málið er að mér á ekkert að líða eins og lúser þó einhverjum líki ekki við mig. Það hafa allir rétt á því að hafna mér þótt ég sé bókstaflega magnaður einstaklingur. Það hafa einfaldlega allir rétt á sinni skoðun.
Froskurinn minn sagði mér oft og iðulega hvernig mér liði. Að mér líkaði ekki við hann. Að ég væri reið út í hann. Að ég væri fúl. Að ég væri eitt eða annað og ég var aldrei sátt við það. Það veit enginn nema ég hvernig mér líður eða hvaða tilfinningar ég ber gagnvart einu og öðru. Og það á enginn að staðhæfa fyrir mína hönd hvað mér finnst um þá eða þeirra málefni. Ég ein get komið með staðhæfingar um mína líðan, tilfinningar og skoðanir. Það er bara svo einfalt.
Afhverju segir fólk ekki bara einfaldlega ....ella þú ert asni og láttu mig og mitt líf í friði... ?
Og afhverju, ef ég hef nú svona heilbrigða skoðun á málefninu, er ég að þjást fyrir skoðanir þessarar stúlku á mér og leyfa sjálfri mér að svíða undan orðum hennar ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 20:54
félagar
ArtDan, Nördið, Toppmaðurinn og Tenór.......
Ég var nærri því búin að gleyma því að ég þekkti eitt sinn strák sem kallaður var ArtDan. Ef ekki hefði verið fyrir tölvu, box, sjónvarp, síma og það að hann hringdi hér í dag hefði kannski fyrnt yfir þessi spor og ég ekki vitað meir. Okey,,,, þarna er kannski nokkrum orðum ofaukið en hver veit.....
Nördið lætur mig ekki gleyma sér því hann heldur að mig langi til að hjálpa honum við að nenna í skólann. Láttu þig dreyma Greindaskerta-Vísa-bleijubarn...
Toppmaðurinn er aftur á móti alveg við það að gleyma því að ÉG sé til. Maðurinn mætir ekki í göngu... maðurinn styngur af á Þorrablót í Kjós og það þótt Bubbi sé ekki þar... og maðurinn bara er ekki HÉR. HALLÓ !!
Tenórinn kem ég ekki til með að sjá, heyra né finna fyrr en eftir helgi og það er alveg af fúsum og frjálsum vilja því ég er að fara í Vetrarbústaðaferð með Jeppaklúbbnum !!! En kannski sendi ég honum kort svona til vonar og vara,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 13:27
fyrrum....
Tölvan mín er rykug. Tölvan mín er líka skítug og svo er hún full. Hún er svo full að hún hefur ekkert vinnsluminni til notkunar.
Ég þekki Frosk sem svipað ástatt er um í dag. Veruleiki hans gagnvart mér er staddur á stað sem aldrei var til þegar ég þekkti hann, svo trúlega er hann farinn að hugsa á einhverjum hörðum diski sem hann er nýbúin að fá sér. Ég er afskaplega þakklát, vinkonu minni, sjálfri mér, alanon.is, almættinu og heiminum öllum, fyrir að raunveruleiki hans er ekki minn veruleiki. Og af eintómri skyldurækni benti ég honum á leiðir til úrbóta...
Mig langar í nýja Tölvu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 22:12
vá...
Ég var alveg að fara yfirum af bloggleysi....
Fleirri fleirri dagar án þess að velta sér upp úr eigin lífi. Fleirri fleirri dagar án þess að geta sagt öllum heiminum hvað ég hef haft fyrir stafni. Fleirri fleirri dagar án þess að geta greitt úr eigin sálarflækjum með því að gera grein fyrir þeim hér.
Raunveruleiki minn verður bara svo miklu skýrari þegar búið er að skella skrikkjóttu skrítnu hugsununum á prent. Svo til að lifa þurfti ég að tala við fólk. Raunverulega að tala við fólk svona auglitis til auglitis til að fá útrás fyrir eigin hugsunum alla helgina.
Auðvitað bitnaði það mest á Tenórnum enda eini einstaklingurinn í mínu lífi sem er ekki farin að átta sig á því hvað ég er frábær. Ég hitti hann í vinnunni minni... ég eyddi heilli kvöldstund með honum á flækingi um Reykjavík... og ég hitti hann þar sem hann var að skokka en ég að ganga... og samt átti ég vinnuhelgi.
Ég fór líka á Þorrablót Ásatrúamanna, setningarhátið vikuhátíðarhalda Vox feminae í Norræna húsinu og á Úlfarsfellið einu sinni enn en bara frá annari hlið....
já ég veit.... ég er ótrúlega afkasta mikil manneskja.
Ég byrjaði líka á ullarsokkum á mig en til að geta nýtt þá verð ég að fara að líta í kringum mig eftir einhverjum tröllvöxnum karlmanni sem ég get haft vöruskipti við....
EINHVER ????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)