breytingar

Í gær upplifði ég það, að allt sem ég hef hingað til lifað fyrir skiptir ekki svo miklu máli fyrir mig þar sem því fylgir leiðinlegur fylgikvilli sem hentar bara ekki lífi mínu lengur.

Ég stefni á Berlínarhlaup að ári.....

Mig vantar:
-hlaupaskó
-matarræðistiltekt
-æfingaprógramm

Í vetur ætla ég að æfa tvisvar í viku með þeim einstaklingum  sem ég þekki og ætla í þetta ævintýri.  Jamm... ég á mér oft háleit markmið. 

GönguglaðiKúrubangsinn talar um að yfirgefa landið...  og ég sit og klóra mér í höfðinu yfir því hvernig ég eigi að komast yfir þann missi. 
-Ég er ekki búin að læra nóg af honum. 
-Ég er ekki búin að ganga á nógu mörg fjöll með honum. 
-Ég er ekki búin að upplifa nógu margt með honum yfir höfðuð til að geta verið sátt við það.

Jarðaberjaplönturnar mínar gefa ríkulega af berjum núna og ekkert er eins skemmtilegt og að tölta út í garð til að ná sér í ber í hafragrautinn.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband