mín mekka...

.....er allt himinhvolfið

Ég fór í heimahús og horfði í eldinn.  Ég fór í heimahús og hlustaði á fólk sem trúir.  Ég veit svo sem ekki hvort ég fann ró mína en samveran var verulega góð.  

Ég öfunda fólk sem veit hvert það ætlar þegar það deyr.   Sjálf sit ég og velti því fyrir mér hvort það sé betra að lifa dyggðugu lífi til að eiga vísan stað þegar yfir líkur eða bara að lifa dyggðugu lífi til að eiga betra líf hér og nú.

Þykir ekki öllum vænna um góðu kosti næsta manns en gallana....
Þykir ekki öllum óþarfi að tala illa um aðra....
Þykir ekki öllum samkennd sjálfsögð...

Að sjálfsögðu ekki....  Öll okkar hegðun ræðst af flóknu samspili uppeldis, umhverfis og erfða og ekki einu sinni öllum í þessum heimi sem gefst tækifæri til að vita muninn á réttu og röngu..  Enda er ekki einu sinni -mitt rétta- endilega  -þitt rétta- ......

Ég gæti alveg aðhyllst sameiningu allra trúabragða heims.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband