12.2.2009 | 11:02
bið
Líf mitt fer endalaust í það að bíða eftir hinu og þessu....
Núna bíð ég eftir að það sé komin tími til að kenna. Þegar ég verð byrjuð að kenna fyrri hópnum mun ég sita og bíða eftir að fara að kenna þeim seinni. Og þegar kennsla seinni hópsins verður byrjuð mun ég bíða eftir að henni ljúki svo að ég geti farið í bókhaldsvinnuna mína. Ég bíð líka eftir morgundeginum því þá mun ég fjúga á vegum Míns Vinnustaðar til Akureyrar. Svo bíð ég líka eftir laugardeginum þegar ég kem til með að hitta hornfirðinga í massa vísi......
Ég bíð eftir því að verða léttari, úthaldsbetri, ríkari og að hafa meiri tíma til að leika mér..
Eða eins og ein frænka mín sagði þegar hún var lítil:
ég beiddi og beiddi en ekkert gerðist....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.