ferðin

Föstudagurinn ÞRETTÁNDI og það fyrsta sem flugstjórinn sagði þegar við vorum sest inn í vél og búin að óla okkur vel niður var:  ...ég verð að biðja ykkur að hinkra ögn því flugvélin er biluð og ég verð að fá flugvirkja til að líta á hana..   Skelfingu lostin litumst við í augu þegar flugstjórinn yrti á okkur aftur og bað okkur þá að fara inn í flugstöðvarbygginguna þar sem það þyrfti að draga vélina inn í flugskýli til frekari athugunar.

Við komumst svo til Akureyrar á annarri vél stuttu seinna.....

Á Akureyri skrapp ég í kaffi til systur minnar þar sem ég hitti alla mínu nánustu ættingja sem búa á þessum landshluta.

Bara gaman.....

Á leiðinni suður aftur til Reykjavíkur með flugi klukkan 17:25 hringaði ég mig utan um sessunaut minn þegar flugvélin hoppaði og skoppaði um himinhvolfið eins og henni væri ætlað að halda takti við lag sem samið væri fyrir tvö tveggja ára í pottaskápnum.  

Ég held að það sé miklu betra að deyja með einhverjum en einn og yfirgefin.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband