18.2.2009 | 15:48
uggvænlegu bitru dagar...
Ég er hætt að hnerra.... alveg steinhætt. Þess í stað er ég heltekin af ýmsum fylgikvillum óhóflegrar rúmlegu.
Ég hugsa með skelfingu til þess dags sem ég þarf að rífa mig upp á rassgatinu og drullast til vinnu. Það er bara allt of stutt til morgundagsins eða föstudagsins fyrir mína parta.....
Ég var virkileg búin að gleyma því hvað það er afslappandi að sofa lungað úr deginum, dragnast þá fram í stofu til að liggja yfir imbakassanum og jafnvel sofna yfir honum. Rölta annars lagið fram í eldhús til að kanna matarbirgðirnar og skreiðast svo vel fyrir miðnætti inn í rúm aftur til að hvíla lúin bein og hvíla þau þar langt fram á næsta dag.....
Ætli það sé ekki komin tími á sturtu....
Ég hugsa með skelfingu til þess dags sem ég þarf að rífa mig upp á rassgatinu og drullast til vinnu. Það er bara allt of stutt til morgundagsins eða föstudagsins fyrir mína parta.....
Ég var virkileg búin að gleyma því hvað það er afslappandi að sofa lungað úr deginum, dragnast þá fram í stofu til að liggja yfir imbakassanum og jafnvel sofna yfir honum. Rölta annars lagið fram í eldhús til að kanna matarbirgðirnar og skreiðast svo vel fyrir miðnætti inn í rúm aftur til að hvíla lúin bein og hvíla þau þar langt fram á næsta dag.....
Ætli það sé ekki komin tími á sturtu....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.