26.2.2009 | 22:45
stundum á ég fullt í fangi með að vera ég....
Þá hef ég áhyggjur af:
-Grunnskólanema.... Hún er til að mynda á leiðinni til Hornafjarðar núna með ungum pilti og í brjáluðu veðri.
-peningum..... Buddan mín er svo tóm að það dugar ekki lengur að vinda úr henni. Það dropar ekki neitt.
-dugnaði mínum.... Hér hleðst allt upp að verkefnum sem enginn nennir að klára. Ullarsokkum sem eftir er að ganga frá endum á, hálfkláruðum prjónasokkum, vettlingum og lopapilsum.
-draslinu.... Ef ekki verður tekið til hér fljótlega fer að vaxa arfi, kvikna líf eða hlaðast fyrir dyrnar.
-bókunum.... Ég bara verð að fara lesa eitthvað af þeim áður en blekið eyðist upp og blaðsíðurnar verða auðar.
-íbúðarmálum..... Mig langar svo mikið í alvöru eldhús að ég er við það að missa mig.
-strákum.... Afhverju hringir hann ekki........
En þar sem ég er ég veit ég fyrir víst að ég verð búin að gleyma þessum áhyggjum áður en þær ná að verða til vandræða, sit ég hér með sæluglott á andlitinu við tilhugsunina um að framundan er heil helgi í helgarfríi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.