1.3.2009 | 23:20
ég er frekar einföld sál...
Um helgina réđi ég mér alveg ein og sér og sjálf...... Ég átti nánast frí í helgarfríinu alla helgina og svo var Grunnskólaneminn á Hornafirđi og Tenórinn eyddi helginni á Akureyri.
Helgin fór ţví í frekar einfaldar ţarfir mínar svo sem eins og ađ rađa blöđunum í stofunni minni, borđa á KFC og hlusta á disk Óskars Guđna Lífsins Línudans en á honum syngur frćnka mín hún Heiđa eitt lag, ÁST Í FJARLĆGĐ. sem ég er búin ađ syngja međ henni í allan heila dag.
Reyndar rölti ég út í dag til ađ borđa kökur međ ćttingjum og vinum í tilefni afmćlis einnar frćnku minnar sem varđ 22ja ára í vikunni og eftir ţađ rölti ég eftir bílnum mínum sem ég skildi eftir fyrir utan hjá Bifvélavirkjaframhaldsskólaleigubílsjórakennaranum í gćr ţegar Jeppaklúbbsfélagarnir hittust til ađ skipuleggja líf sitt í sinni nánustu framtíđ.
Á ţessum fundi fékk ég viđamiklar upplýsingar um hvađ ţarf til til ađ ég komist Laugaveginn á tveimur dögum í sumar. Ráđleggingarliđiđ horfđi gagnrýnum augum á mig og sagđi: ţú ţarft ađ geta gengiđ greitt í tíu tíma ţó byrjunin sé upp á móti og svo upp og niđur og upp og niđur ađ skálanum.. síđan setti ţađ í brýnnar og spurđi: ćtlar ŢÚ ađ leiđa hópinn?
Máliđ er víst ađ ćfa sig upp í hrađa Útivistagönguliđsins sem gengur Elliđaárhringinn á mánudögum og fjallast svo međ ţeim ţegar vorar eftir ţví sem ég kemst nćst....
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.