2.3.2009 | 23:22
ég á herðfisk...
...svo núna sit ég fyrir framan tölvuna mína og naga bitana meðan ég velti því fyrir mér hvað eigi að vera á næstu glæru.
Í sjónvarpinu eru Spaugstofumenn eitthvað að grínast, hundurinn liggur einn inni í herbergi og hugsanir mínar reika út og suður.
Mest velti ég því fyrir mér hvort ég verði búin að taka til áður en gestirnir mínir koma um næstu helgi, hvort ég verði búin að undirbúa alla kennslu fyrir fimmtudag áður en ég fer í bíó með Tenór og hvað ég eigi að setja á prjónana þegar sjalið klárast...
En ég er líka að velta því fyrir mér hvort ég eigi að standa upp og raða í uppþvottavélina, skella mér í sturtu og hengja upp úr þvottavélinni.
Voðalega á ég erfitt með að einbeita mér að einu málefni í einu......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.