á drápsvél

Fyrir utan það að ég fór á fætur klukkan sex í morgun, bara til að fara á fætur, var dagurinn í dag síður en svo eins saklaus og upphafið...

Í morgun hafði ég þá staðföstu einurð í brjósti mér að mæta í vinnu vel tímanlega.  Svo að þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í átta fór ég vopnuð vetraklæðnaði og rúðusköfu til að fullkomna ætlunina.  Í stuttu máli sagt, endaði með því að ég ók undir verulega hættulegum aðstæðum alla leið á Minn Vinnustað með skelfilegar hugsanavillur greiptar á augnlokin.....  Þar sem ég ók sem leið lá með aðra höndina upptekna við að halda bílhurðinni í skorðum, snjóinn af húddinu fjúkandi upp á rúður án þess að rúðuþurrkurnar næðu að tryggja mér viðunandi lágmarks útsýnis dansaði fyrir augum mér alls kyns hryllingsmyndir af þeim blóðuga vígvelli sem ég mundi skilja eftir mig ef ég missti tökin á aðstæðum.

Er það ekki lögbrot að eiga svona bíl.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha auðvitað er það skírt lögbrot Ella mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband