15.3.2009 | 22:31
matarboð...
Ég var nógu dugleg til að bjóða afkvæmum mínum í mat í kvöld.
Ég var líka nógu dugleg til að bjóða upp á Íslenskt Lambalæri með sósu og alles og til að hafa Royal-búðing í eftirrétt.
Dugleg ÉG.......
Ég var samt ekki nógu dugleg til að ganga strax frá eftir matarboðið..
Ég var ekki heldur nógu dugleg til að drulla mér í vinnu strax á eftir eins og ég hafði ætlað mér eða til að gera eitthvað skynsamlegt og gáfulegt. Þess í stað hef ég sitið í tölvu einstaklega ánægð með að hafa eitt tæki undir höndunum sem virkar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.