ég er kona og get allt sem ég vil...

... en ekki kannski strax og ég vil.

Þegar ég var að ganga upp á þá tuttugustu í dag var eitt Hreystimennið að hlaupa þessa sömu leið og ætlaði sér að hlaupa tvisvar.  Ég ætla að ná hans hreysti á þessu ári.........

Á morgun er svo taka þrjú á skíðaferð í Bláfjöll hjá mér, GrísaGoðinu og TheLady en  það er allt útlit fyrir að því verði frestað vegna lokunar á svæðinu. 

Þar sem ég er að fara í Hólaskóg um helgina með gönguskíði, góða skapið mitt og gott í gogginn hef ég ekki miklir áhyggjur af búningi fyrir Grímuball Míns Vinnustaðar sem haldið verður í annað sinn síðan ég lagði leið mína þangað fyrir fimm árum síðan.  Eiginlega er ég samt sorgmædd yfir að alltaf er allt á sama tíma.....   Ég missi nefnilega líka af samkvæmi sem Tenórinn býður mér á þessa umrædda helgi.

Tíbískt.....

Miðað við það sem komið er af þessari færslu mætti halda að ég væri þróttmikil íþróttafrík en því fer víðsfjarri.  
-Ég skríð upp á þá tuttugustu móð og másandi og þegar ég er að ná þeirri sjöttu í annari lotu verkjar mig svo í alla vöðva fóta minna að ég skríð grátandi inn til vinkonu minnar til að skila lyklunum sem koma mér inn á stigaganginn.
-Svigskíði hef ég aldrei svo mikið sem mátað við fótleggi mína og ætla mér einfaldlega bara að láta af verða áður en ég dey.... OG
-Gönguskíði prófaði ég í fyrsta sinn á þessu ári og fannst bara nokkuð mikið til um og því tilvalið að nýta hvert tækifæri sem gefst...

ég ætla samt út að ganga um leið og ég er búin að melta allt spínatið sem ég innbyrgði sem kvöldmat á mínu heimili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband