ég er...

... og þess vegna er ég kona.

Áðan lagði ég leið mína í búð þar sem ég fjárfesti í utanfótastyrktum-gelpúða-strigaskóm á mig.   Næst þegar ég fer í búð ætla ég að fjarfesta í ilmvatni og maskara.   Seinna meir mun ég svo leggja peninga í alvöru skó, buxur og útivistafatnað.

Ég pantaði tíma hjá lækninum mínum í dag en þar sem hún er í námsleyfi fæ ég ekki tíma fyrr en 20.apríl.  Þangað til ætla ég að gera ráð fyrir að ég sé alheilbrigð og borða ís þegar ég vil.

Líf mitt snýst um hreyfingu á hverjum degi, hollt mataræði og undirbúning fyrir kennslu....     til að fá hreyfingu mæti ég þrisvar í viku í vinnuna til vinkonu minnar og geng þar upp á tuttugustu hæð.   Meðan ég geng upp á þá tuttugustu ímynda ég mér að ég sé hreystimenni meðal hreystimanna og að það sé ekki hverjum manni fært að ganga upp um tuttugu hæðir án þess að örmagnast........  síðan sit ég heima hjá mér og hugsa um hvað ég eigi að gera til að fá meiri hreyfingu.   Hvort ég eigi að ganga Kársnesið þrisvar sinnum í viku eða hvort ég eigi að taka hjól traustataki og hjóla tvisvar í viku eða hvort ég eigi að ganga á fjall einu sinni í viku, ganga í vinnuna, mæta í sund á hverjum morgni eða mæta í leikfimissal til að lyfta lóðum.....

Yfirleitt þegar ég er búin að hugsa svona mikið er ég orðin þreytt, það er komin nótt eða tími til komin að mæta í vinnu....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ella mín þú ert stundum svo dásamlega lík honum pabba þínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

hummm....  alveg eins og pabbi minn.

Elín Helgadóttir, 19.3.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband