23.3.2009 | 10:57
Hólaskóg
....helginni eyddi ég í dreifbýlinu við gönguskíðaiðkun, skoðun á umhverfinu og samveru við yndislegt fólk.
....í dag eyði ég deginum í streitu og stress. Kennsla, bókhaldsvinna, uppeldi og leiguíbúðaleit blasir við mér auk þess sem ég verð að henda inn eins og tveimur skattskýrslum áður en dagur rennur.
....planið um að komast í eins og eina göngu, borða eitthvað hollt og sofa nóg er bara ekki alltaf að gera sig. Í gær missti ég mig í át. Ég nánast át allt sem á vegi mínum var... nammi, brauð, köku, kjöt, morgunmat og hvað eina og þegar ég kvartaði í Grunnskólanemann sagði hún bara: ...hvað þetta er nú í lagi eins og þú ert búin að hreyfa þig á gönguskíðum um helgina, þú þarft bara á þessu að halda.. Sjálf segi ég: ...þetta hlýtur að sleppa eins mikið og ég ældi öllu ofátinu á leið minni gangandi utan um Kársnesið í gærkveldi... hafrún... kannski fetanum um að kenna.
Ég er með álagseinkenni í vöðvum, vöðvafestum og öllum liðum líkama míns í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.