nostalgía...

....áðan strauk ég hinstu hvílu litla bróður vinkonu minnar.

Grær yfir leiði, grær um stein,
gröfin er týnd og kirkjan brotin,
grasrótin mjúk, græn og hrein
grær yfir huldufólksins bein.
Grær yfir allt sem áður var,
ástin mín hvílir nú þar
,

... söng Kristján Eldjárn og Kristjana.  Ég fékk tækifæri til að knúsa þá sem eftir standa vitandi það að allar líkur eru á því að við sjáumst ekki aftur nema þá til að senda koss og hlýjar kveðjur gegnum tréð sem að endingu umlykur okkur öll eða taka við þeim þar sem okkar draumastaður er......

Við vitum öll að leiðinni lýkur.  Að leiðinni lýkur jafnt fyrir okkur sem öðrum og ástæðulaust að liggja í sorg eða sút þegar maður stendur frammi fyrir því að þurfa að kveðja einhvern.   Ég er samt búin að sitja og vatna músum í dag yfir dapurlegu fráfalli allt of ungs drengs og dauðadrungi hefur haft áhrif á gleði mína undanfarna daga....

Einhvers konar eftirsjá yfir því sem var, er eða verður.............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elskuleg mín.  Sendi aðstandendum drengsins mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:17

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

Þakka ykkur fyrir stelpur mínar.....

Elín Helgadóttir, 27.3.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband