fúx

Í raun vildi ég geta hugsað til þess að vera í það minnsta semí í öllu sem ég tæki mér fyrir hendur en það er orðið kristaltært að ég er lélegust af öllum á þessari önn.

Þið skuluð ekki reyna að hafa fyrir því að klappa mér á öxlna, hlægja að mér eða reyna að telja mér í trú um að ég hafi alltaf sagt þetta og samt haft einkunnina 7 eða hærra.

Í dag er ég Fúx.   Þegar mér varð ljóst í dag í hvað stefndi sagði ég mig úr öllum fögum, skráði mig í þau aftur næsta haust og sótti um skólavist í öllum öðrum skólum landsins sem mér datt til hugar að gæti verið áhugavert að stunda nám við.

Núna velti ég því fyrir mér hver hefði hugsanlega áhuga á því að borða tómat-appelsínu súpu með mér í kvöld, drekka með mér úr eins og einu rauðvínsglasi og tala um heima og geima langt fram eftir nóttu.

Ég velti því líka fyrir mér hvort það teljist ekki til hollrar hreyfingar ef ég sný mér að heimilisþrifum í dag.   Skúri allt húsið og þrífi gluggana að utan sem innan........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Datt hérna inn - hvað þýðir fúx?

Sigrún Óskars, 28.3.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

Stúdentar verða dúx en þeir geta víst orðið fúx líka.  Og semí-fúx er víst með næstlægstu einkunn....  fúx hlýtur þá að vera lægstur.

Elín Helgadóttir, 28.3.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband