dagar

Ég veit ekki hvað ég vill segja ykkur mikið í dag.  

Ég er búin að gráta, hlæja innilega og blóta hálfum heiminum á þessum merkisdegi.  

Í upphafi dags var kvennvitund mín í algjöru hámarki og magnleysi mitt gangvart  ógnþrunginni alvöru lífsins við það að bera mig ofurliði.
Þetta vonleysi leysti úr læðingi grátur minn.....

Ég fékk boð frá barnabarninu um hádegi að hún myndi dansa á árshátíð skólans hennar þá um kvöldið og að ég væri velkomin ef ég vildi.  Auðvitað keyrði ég í brjáluðu snjókófi til að bera hana augum í fimm mínútur á sviði og svo var hún bara farin heim að sofa þegar leiksýningu lauk.   
Leiksýningin leysti úr læðingi hlátur minn.....

Þegar heim kom núna við náttmál beið mín bréf þar sem fortíðin beit í rassgatið á mér.
Bréfið leysti úr læðingi reiði mína....

Annars er það af deginum að segja að öll börnin mín mættu í kvöldmat til að fagna sextán ára afmæli Grunnskólanemans.   

Ég gerði eins og venjulega allt sem mig langaði til án þess að hugsa fram fyrir nefið á mér og verð því víst að súpa seyðið af því þegar þar að kemur...............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband