2.4.2009 | 20:06
líf.....
Ég lifi leikrænu lífi annars lagið....
Í gær mætti ég á Minn Vinnustað.... ekki merkilegt í sjálfu sér nema þá að ég gerði heiðarlega tilraun til að láta inniliggjandi sjúklinga hlaupa gabb. Ég sagði þeim á morgunfundi sem ég stjórnaði að það væri frítt í sjálfsalana niðri allan þann dag og um að gera fyrir þá að nýta tækifærið. Eftir vinnu hentist ég svo móð og másandi á eftir nöfnu minni elliðaárhringinn. Og um kvöldið fór ég í heimsókn til Tenórsins en hann bauð mér í mat ásamt vini sínum og eiginkonu hans. Ekki merkilegt í sjálfu sér nema hvað að ég er ekki vön að umgangast karlmenn sem kunna að elda mat. Þar fyrir utan leið kvöldið við gítarspil, píanóleik, söng, hlátur, gleði og skoðanaskipti.....
Í dag hugsaði ég um barnabarnið.
Þegar líða fór á kvöld hentist ég í bónus til að auðvelda líf mitt á morgun en þá kemur Grunnskólaneminn til með að bjóða vinkonum heim í mat og auðvitað mitt að versla inn.
Nema, þar sem ég stóð við kassann í versluninni búin að raða öllu hráefninu í þrjá troðfulla höldupoka og afgreiðsludaman að taka við greiðslukortinu mínu fæ ég bara ískalda gusu framan í mig þegar hún segir: Kortið þitt er útrunnið...
Ísinn, fallega páskaeggið sem ég hafði mikið fyrir að velja, lifrapylsan sem ég ætlaði að troða í mig núna, jarðaberin, mjólkin og allt hitt varð eftir í búðinni og ég hafði engin tök á að ná um peninga svona löngu eftir bankalokun....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.