4.4.2009 | 19:09
höfnun...
Ég undirbjó mig fyrir að eiga við smáan einstakling sem myndi gera allt til að halda sér vakandi þar til mamman kæmi heim....
Ég hlakkaði til að fá að lesa barnabókmenntir fram á nótt, hlæja brjálæðislega að hoppandi smábarni með blik í augum yfir eigin ágæti og...... að syngja eða tala þetta kríli inn í draumaheiminn löngu eftir miðnætti.
Aparassinn aftur á móti hringaði um sig í fangi mínu stuttu eftir að foreldrarnir yfirgáfu svæðið og sofnaði. Þetta sama skrípi vaknaði upp um miðnætti og grenjaði yfir því að ég vildi ekki setja hana á brjóst og heimtaði mömmu sína í tíu mínútur en gafst þá upp og hélt áfram að sofa.
Ég hefði alveg verið til í meiri samskipti...........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.