9.4.2009 | 20:28
villtist af leið....
...ég á að búa einhvers staðar þar sem alltaf er heitt og ekki gera neitt nema láta sköpunarmátt heimsins flæða um æðar mér.
Væri það ekki æðislegt að geta teiknað, málað, mótað og skapað það sem hugur stendur til í hvert sinn. Að geta saumað, prjónað, heklað og orkerað. Að geta búið til súpur, sultur, mauk og góðan mat. Að geta bara leikið sér allt lífið út í gegn..............
Í morgun fór ég á fætur við annað hanagal og elti eina tveggja ára upp í Esjuhlíðar. Ég verð að segja eins og er að það hæfði mér þokkalega. Svo þokkalega að það fer að verða spurning um að ég sláist í kompaní með henni frekar en fólkinu af Mínum Vinnustað sem ætlar að ganga með mér Laugaveginn í sumar.
Eftir að hafa svo þrætt verslanir höfuðborgarasvæðisins gaumgæfileg til að finna eitt vesælt DraumaPáskaEgg, hef ég staðið á haus við hreingerningar. Hreinlætisbrjálaði mitt gekk svo langt að allir matarskápar heimilisins eru tómir. Allt sem fannst í þessum skápum með B.F.2008 fékk fyrningu.
Á morgun ætla ég að ganga í og úr vinnu og ef vel viðrar fer ég á skíði í Bláfjöllum á laugardag eða sunnudag......
Athugasemdir
Þú ert greinilega í góðum gír Elín mín. Skrýtið með páskaegginn hér eru þau uppseld. Sem betur fer keypti ég mín í tíma inn í Bónus. En nú er allt uppselt meira að segja rándýr egg í sjoppunni. Ætli þeir hafi ekki haldið að fólk minnkaði innkaup á eggjum svona á þeim síðust og verstu? Gleðilega Páska mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.