12.4.2009 | 20:29
sá er sæll sem sínu ann.....
og ég ann öllu og því hlýtur mér að farnast vill í sæluríkinu......
Ég hækkaði áhættustuðulinn í barnahallanum æi Bláfjöllum þar sem skíðakennslan fer fram um helming í dag fyrir litlu krílin..... En ég fann jafnvægið mitt, kann að beygja og stoppa og er tilbúin í risastóru barnabrekkurnar NÆST. Mér líður bara eins og einstaklingi sem veit að hann getur það sem hann vill.......
Þrátt fyrir að ég er með uppblásna upphandleggsvöðva og fingur beggja handa eftir að hafa halað mig upp á kaðallyftunni aftur og aftur í morgun dreif ég mig í Laugardalslaugina og synti 500 metrana.
Í Laugardalslauginni hitti ég vinkonu mína og manninn hennar og í 39°C heitum potti lögðum við drög að áætlun sem hrynnt verður í framkvæmt árið 2011.
Gleðilegan páskadag....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.