Tenórinn hringdi....

...og stakk upp á Esjugöngu.

Þar sem ég var með Minna Barnabarninu á rölti úti á götu og þar að auki með Rottuungann í bandi var ég með hugann bundinn við að bjarga þessum smádýrum frá því að verða flött út af bíldekkjum þeirra sem leið áttu um og gat ekki einbeitt mér að samtalinu.

Þess vegna gat ég ekki sagt Tenórnum frá því að GrískaGoðið skipuleggur ferð til Teneríf og er að safna liði.  
Ég sagði bara ,,hummm..." og ,,já" og ,,jamm"  og ,,er það" og ekkert meir.

Ekki að það skipti neinu máli þar sem ég á örugglega eftir að heyra í Tenórnum áður en farmiðarnir þarfnast bókunar en ég er nú einu sinni kona og á að geta einbeitt mér að fleirri en einum hlut í einu....

Ég er víst enn í skóla.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband