mig langar til Færeyja að vinna...

...en það er ekki eins og þið hafið ekki heyrt þetta áður.

Í kvöld vill enginn leika við mig sem hentar svo sem mínu lífi ágætlega.   Ég get þá nýtt tímann til að fara yfir próf og verkefni nemenda minna og gefið einkunn.

Í dag rak ég mig utan í dauðann.   Fyrirbæri sem mér finnst ekkert gaman að snerta við.  Ég las á Facebook að ein frænka mín hafði greindist með illkynja æxli sem rannsóknir sýndu að náðist að fjarlægja og hún því afskaplega glöð.  Það sama var ekki upp á teningnum hjá ungri þriggja barna móður sem dauðinn náði að hrifsa til sín fyrir tæpri viku.   Ein Vinkona mín er amman sem eftir situr og þarf að reyna að fullvissa þessi þrjú smápeð um að lífið sé eftir sem áður skemmtilegt og þess virði að leggja rækt við.  Ekki beint það sem við erum tilbúin til að trúa þegar einhver náin tekur upp á því að yfirgefa okkur.

Mig vantar eitthvað.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband