með stjörnur í augunum....

OfVirkaHjúkkan staðhæfði í dag að ég væri ástfangin. 

Hún sagði að ég ljómaði eins og ástfangið fólk gerir.... Eina sem ég segi er að lífið allt iðar um í líkama mínum.

En ég er loksins búin að uppgvöta að ég er með líkama.  Ég hreyfi mig og finn til.  þá hreyfi ég mig meira og finn ennþá meira til.  Þegar ég finn til finn ég að ég er með vöðva og að allir þessir vöðvar eru farnir að berjast um pláss í fitulagi líkama míns.   Lungun berjast líka við að aðlagast aukinni súrefnisþörf handa öllum þessum vöðvum og eru alveg við það að ná viðunandi árangri.  Ég kemst alla vega orðið í vinnuna án þess að missa móðinn.
 
Vinnudagurinn á Mínum Vinnustað í dag fór í það að eltast við athygli strákanna á næstu deild, skreppa í Kringluna og að ganga yfir í Hagkaup.
Í kvöld kem ég til með að velta mér upp úr Humarsúpugerð en annað kvöld kem ég til með að taka þátt í áramótaskiptum vinkonu minnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áramótaskiptum vinkonu þinnar??  Knús á þig Elín mín, það er gott að eiga góðan líkama, og vita af honum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Elín Helgadóttir

Marklaus athöfn í dagsins amstri...   gott að hafa mörg áramót og ekkert sem segir að við getum ekki fært þau til eftir eigin geðþótta eða samgleðst Bahai-um, múslímum eða Kínverjum þegar það hentar okkur.  

Elín Helgadóttir, 22.4.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband