kolamoli....

Ég sat úti í sólinni í morgun og fór yfir síðustu verkefnin.  Rölti síðan niður í Mímir og skilaði af mér verkefnum og einkunnum.   

Þar sem ég hef núna einum þriðja minna af skyldum að gegna fór ég niður í Rúmfatalager og fjárfesti í kolagrilli.  Stolt og ánægð með sjálfa mig eftir að hafa skrúfað það allt saman ein og sér og sjálf skellti ég kolamolum ofan í grillið, tæmdi hálfan brúsa af grillvökva og kveikti í.     Eftir að logarnir dóu og ég byrjaði að grilla kartöflurnar mínar hamaðist ég við að halda hitanum inni í grillinu með því að hafa lokið á.  Það voru víst mistök grillmeistarans því klukkutíma síðar var allt kalt......

Ég náði nú samt að skila af mér fyrsta verkefni sumarskóla HÍ þrátt fyrir annir við eldamennskuna.

Utan við gluggann minn dansar blóðrautt sólarlag darraða dans við skýin............  er það til vitnis um að sólin muni baka hörund mitt á morgun líka eða fæ ég rigningardag til að skúra gólf......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband