4.1.2010 | 22:57
ég er í því að víkka út sjóndeildarhringinn....
...þess vegna ætla ég að ganga Elliðarárhringinn öfugan á morgun og fara svo í heita pottinn í Árbæjarlaug.
Jamm.... það þarf kjark til að gera annað en maður er vanur.
Ég hef það fyrir satt frá NýjungagjarnaManninum að ef ég slekk á tölvunni hafi ég tíma til að gera allt sem mig langar til, svo sem eins og að lesa, halda nánasta umhverfi mínu í lagi, þ.e. taka til heima, fara út að ganga, í sund, í ræktina, út að hjóla, út að hlaupa, á námskeið, á hestbak, í fjallgöngu, í ferðalag, í leikhúsið, í jóga, á ball, í bíó með nýjum vinum, á kaffihús, í danstíma, á tónleika, eða allt þetta sem ég þykist venjulega ekki hafa tíma eða orku til að gera... Svo að framvegis kem ég til með að takmarka viðveru mína á Facebook og nota tímann minn betur.
Ég kann vel við þennan náunga.
Þessa viku er ég í Snertingu þ.e.a.s. ég er að leiðbeina á námskeiði um hvernig eigi að aðstoða fólk við að hafa stjórn á sér. Þetta námskeið krefst sko snertingar og það nóg af henni svo núna brosi ég hringinn.
Á dagskrá er svo að mæta í Brunch á Laugardagsmorgun, fara í heita pottinn í Breiðholtslaug og hringa svo niður helgarvöktunum á Mínum Vinnustað.
Svo hefur Tónlistamaðurinn sem lyktar svo vel boðað til Blúshittings á Rósenberg og ég ætla sko að mæta. Núna sit ég því og les um blús og um þá sem hafa markað blússöguna. Ég þarf endilega að vita hvað Muddy eldhús táknar í þessu samhengi.....
Athugasemdir
ég veit ekkert um blús, svo ég get ekki hjálpað þér....... er það ekki bara www.google.is
Sigrún Óskars, 5.1.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.