28.1.2010 | 21:22
hugsað upphátt
Sundurlausar hugsanir fljóta yfir heilabörkinn þannig að ég næ ekki að henda reiður á þær. En eitt og eitt myndbrot, tilfinning fyrir snertingu eða minning um lykt belgir sig út og æpir á mig
Ég man ekki hvað fólk segir nákvæmlega nálægt mér en ef það snertir mig lifir minningin að eilífu.
Ég hef engan sérstakan áhuga á að spyrja fólks einhvers sem kemur mjög nálægt mér en mér finnst gott að þefa af því.
Sum augnablik límast einhvern veginn inn á augnlokin og vilja ekki þaðan burtu hvað sem ég reyni að telja sjálfri mér í trú um að þetta sé nú ekki alveg í lagi.
Getur einhver sagt mér hvað er að
getur einhver hjálpað mér......
Í dag sit ég og segi við sjálfa mig:
það á ekki að ganga upp að strákum toga í hálsmálið og strjúka yfir náttúrulega lopann nema manni sé boðið í partýið...
það á ekki að biðja stráka sem maður þekkir ekki neitt um að kyssa sig
það á ekki að haga sér eins og fimm ára þegar maður er orðin fullorðin
Þetta geri ég bara svona til vonar og vara því það er aldrei að vita í hvaða aðstæðum maður lendir í þessu lífi.........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.