nú líður mér vel

Ég stóð í stofunni áðan og teygði á hverri taug sem hrærist í mínum skrokki með tilfinningu fyrir því að heimurinn er minn....

Ef ekki væri laugardagurinn með væntanlegri átta tíma kennslu væri ég í afslöppun....

Ég þarf samhliða kennslu og undirbúning fyrir þessa sömu kennslu að framkvæma ýmislegt ef ég get gefið mér tíma til þess......
Þarf að mæta til augnlæknis....
þarf að mæta til læknis....
þarf að mæta til sjóntækjafræðingsins til að máta linsur....
þarf að borga einhverja reikninga....
þarf að kaupa mér eins og eitt pils og einn bol og kannski sokkabuxur....
þarf að fara í Misty að skoða undirföt....
þarf að fara með gönguskóna til skósmiðs....
þarf að versla göngubuxur....
þarf að hitta vinkonu og kannski hinar vinkonurnar líka....
þarf að hitta pabba...
þarf að þrífa hér heima, baka súkkulaðiköku og elda eins og eitt læri...
Þarf eiginlega að fara á skíði, mæta í ræktina eða ganga eitthvað langt...

....ég er alveg sannfærð um að lífið heldur áfram þótt ég sleppi því að framkvæma það sem á þarfalistanum er.....   

en þetta er kannski bara spurning um að forgangsraða.....

Ég er svöng !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ella mín varstu búin að fá einhver svör um gistingu um páskana.  Hér er dálítið til að skoða.  Bæði Suðureyri og Flateyri er ekki langt í burtu bara um gönginn.

http://sudureyri.blog.is/blog/sudureyri/#entry-1027889

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Sigrún Óskars

nóg að gera hjá minni

ég mundi fara að versla fyrst, fara svo til augnlæknis og svo að fá linsurnar - því þegar þú hefur fengið linsur þá verða verðmiðarnir alltof "skýrir"

Sigrún Óskars, 8.3.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband