10.8.2008 | 14:46
aukavakt
Erfið en skemmtileg helgi....
Ég er búin að vera viðstödd dauðsfall og fá að taka þátt í að ganga frá því nái. Og það sko gaf mér alveg nýja sýn á frágangi. Ég er búin að endurnýja kynni mín af mælitækjum sjúkraliðans, læknisfræðilegum heitum og skammstöfunum og samskiptum við brotna aðstandendur.
Ég væri til í að vinna á þessari deild...
Síðasti dagur í afleysingum við að ræsta lögfræðistofu er í dag og ég nenni ekki að koma mér að verki. Ég fór snemma á fætur eftir næturvaktina til að ljúka því af fyrir kvöldvakt á Mínum Vinnustað en letin leggst bara svo þungt á mig.
Er'etta hægt...
Mig langar til að prjóna mér nýja lopapeysu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.