Ég er með netta slæmsku

Ég tók eina af lélegu ákvörðunum lífs míns í dag.... 

Auðvitað er hún frábær, hentar mér vel og styður í alla staði vel við líf mitt sem slíkt.  Ég stóð bara svo illa að henni.  Framkvæmdi hana eiginlega á ófyrirgefanlegan hátt. Eiginlega gerði ég það sem ég kem til með að skammast mín fyrir um aldur og ævi.  

Ég bara MÆTTI ekki.

Ég tel sjálfri mér í trú um að ég hafi verið í kvíðakasti.  Ekki þorað að mæta.  Ég tel líka sjálfri mér í trú um að þetta sé í fullkomlegu samræmi við það sem gengið hefur á undanfarið.  Ég svo hamast við að telja sjálfri mér í trú um eitt og annað í þeim tilgangi að hvítþvo mig sjálfa fyrir hegðun mína.  Það er samt ekki alveg að ganga.  Ég er enn jafn saurug eftir þessa framkvæmd.  Ég er enn með samviskupúkan á herðunum.  Og hann potar fast.

Ég bara þoli ekki þegar ég geri svona hluti.

Ekki það að ég geri fastlega ráð fyrir því að þótt ég hefði mætt hefi ekkert beðið mín annað en að fara beint heim aftur.   Það hefur alla vega ekki neinn hringt ennþá til að spyrja afhverju ég sé ekki komin á staðinn.  Til að segja mér að hunskast til að mæta og það strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband