alkinn

Ég veit að enginn kemur mér í skítinn...  ég kemst þangað bara á eigin verkum.

Ég veit að það er ekki hægt að breyta öðrum.....hver og einn getur bara breytt sjálfum sér.

og ég veit að við höfum ALLTAF val.

Mér finnst það bara svo mikið ábyrgðarleysi ef ég ætla ekki á einhvern hátt að segja þessum vini mínum að hann sé ekki alveg að gera hluti sem þeir sem næst honum standa geta verið sáttir við.

Ég ætla ekki að leiða honum fyrir sjónir hvað hann er að gera sjálfum sér... hann verður að gera það sjálfur.
Ég ætla ekki að tuða og röfla í honum um hvað hann sé komin nálægt botninum... hann verður að fatta það sjálfur.
Ég ætla ekki að koma honum í skilning um að hann lifi í blekkingu ef hann heldur að hann hafi tökin ennþá...  hann verður að átta sig á því sjálfur.
Ég ætla ekki að gera eitt eða neitt til að neyða hann til að horfast í augu við alkahólismann í sjálfum sé...  hann þekkir hann sjálfur.

Hann hefur jú alltaf val.   Hann getur bjargað sér og hann getur  sleikt botninn um aldur og ævi.  

Ég ætla bara að SEGJA honum að mér þykir vænt um hann.  Hann hefur allt til að bera til að vera eftirlæti heimsins og það er allveg öruggt að hann getur allt sem hann vill. 
.....En þú ert búin að sýna það að þú hefur ENGA stjórn á aðstæðum lengur.  

GERÐU EITTHVAÐ Í ÞVÍ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband