mitt val

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.  Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Ég fékk úthlutaða þriggja herbergja 100 m2  íbúð í stúdentaíbúðunum hjá Keili sem ég sótti um í einhverju stundarbrjálæði fyrir viku síðan.  Leiguverð nettar 60.000 krónur með hita og rafmagni og nettengingu.   Í gær sat ég og velti fyrir mér æðruleysinu og kjarkinum og komst að því að það er við hæfi að sætta sig í augnablikinu við 100.000 króna leigu, 7.000 króna hita og rafmagn og nettenginu upp á 5.000 krónur og brosa bara breytt.....
Grunnskólaneminn neitar líka eindregið að flytja svona langt í burtu frá skólanum sínum.   Þessi netti sparnaður myndi því hvort eð er eyðast upp við að transporta fram og til baka með ósáttann Grunnskólanema.

Auk þess get ég ekki hugsað mér að sjá af garðinum, nágrönnunum og staðsetningu minni innan Stór Reykjavíkursvæðisins.

Svo að ég hringdi  í íbúðareigendurnar og sagði þeim að íbúðin þeirra væri að rotna í sundur.  Síðan spurði ég þau hvort þau ætluðu að gera eitthvað í því, hvort þau ætluðu að leigja íbúðina áfram og hvort þau ætluðu þá að leigja hana til mín.

Ég á von á að þau láti sjá sig eftir 20.ágúst og ég vona eindregið að þau geri eitthvað meira en að hækka bara leiguna..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband