óbyggðir

Mér líður of vel til að hafa áhyggjur á lærdómi....

Ég var að koma úr jeppaferðinni.  Eftir að hafa sofið í skálum og hlustað á hrotur samferðamanna minna, klöngrsast ofan í helli í iðrum jarðar, gengið á hól til að skoða stórkostlega fossa, borðað nesti um hádegisbil úti í móa með rauðvín í glasi, skemmt mér yfir kvöldvöku barnanna sem voru með í ferðinni, hossast um í jeppa á troðningum í miðju hrauni, skoðað kaffihús sem ég vissi ekki að væru til, haft áhyggjur yfir eyðileggingu alls mosa landsins og dárast í góðra vina hópi er ég tilbúin að leggjast í einangrun yfir hverju sem er.

Á morgun mun ég koma mér vel fyrir í Keflavík.  Þaðan mun ég ekki koma fyrr en ég veit eitthvað meira um það sem ég verð prófuð í í næstu viku.

Vinsamlegast hringið ekki í mig eða sendið mér sms fyrr en klukkan er orðin 18:00 alla næstu daga.  Ekki segja mér frá einhverju skemmtilegu, ekki biðja mig um að gera eitthvað, ekki bjóða mér neitt, ekki láta mig heyra í ykkur nema ill nauðsin liggi fyrir og þá helst svo ill að ekkert annað er í stöðunni en að hafa mig með í ráðum.

Ég verð að læra fyrir próf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband