ég er ekki að nenn'essu

Ég er löngu vöknuð og löngu byrjuð að lesa.....

Strákarnir eru farnir í vinnu og ég er hér ein og alveg sjálfráða í ókunnugu húsi.  Og það í húsi þar sem ég rekst ekki utan í veggina þó að ég hreyfi mig.  Miðað við mitt eigið heimili dugar hér að labba hringinn þegar ég er orðin þreytt á lestrinum og ég verð þreytt og sveitt og tilbúin í meiri lestur.

Nöfnin Plató, Quintilanus, Rousseau, Fröbel, Ellen Key, Montessori, Bloom, Tómas, Erasmus, Kómeníus, Locke, Pestalozzi, Herbart, Dewey, Steiner, Kerschensteiner og Bruner hringsnúast fyrir augum mér og ég hef ennþá ekki hugmynd um hvert þeirra stendur fyrir hverju.

...og þó trúi ég á hina alvitru sá hvers og eins og að það sé bara hlutverk kennarans að koma nemendum í samband við sína eigin.  Svo að greinilega er minn kennari ekki búin að koma mér í samband við mína.

Mig langar í sund.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar í flestum tilfellum í eitthvað sem er óhugsandi  vegna aðstæðna, tímasetningar eða staðsetningar......

Svo það var ekki hægt að koma því við að fara í sund í gær.  Það bíður bara betri tíma.

En ég læri.

elina (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband