20.8.2008 | 09:53
nýtt barn
Fyrir miðnætti í gær fæddist okkur víst ein frænkan...
FRÆNKA með stórum stöfum, eignaðist eitt barnabarn í viðbót og er núna einu barni ríkari en ég. Ég á reyndar að vera að huga að því merka hlutverki að fá að skreyta heilan sal fyrir skírn 11.september... en það er fyrir allt annað barn þótt það sé líka barnabarn hennar.
Ég verð bara að segja eins og er... ég má ekki vera að því að líta upp frá bókum.
Stundaskráin er komin upp fyrir næstu skólaönn og ég verð að hafa samband við námsráðgjafa til að hafa það á hreinu hvað ég ætti að vera eyða tímanum í....
Stundaskráin er líka komin upp hjá Mímir símenntun og eins og venjulega stangast þetta allt saman á við allt annað....
Mig langar í myndlistarnám... mig langar að læra á gítar... mig langar að fara á prjónanámskeið hjá Storkinum... mig langar að fara á námskeið í þjóðbúningagerð...
Það er virkilega gott að vera í Keflavík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.