silfur

Ég velti fyrir mér staðreyndum um ritun barna...  Ég sit við borðstofuborðið hennar mömmu og reyni að kyrrsetja stig ritunar á endurkræfum stað í heilaberki mínum. 

Hugsanir mínar fljóta svo auðveldlega frá fyrirætlun minni um að sita bara hér kyrr og læra, að ég er að missa mig í leiða.    Leiða yfir eigin getuleysi til að hafa áhrif á framgang minn í lífi mínu.   Ég vildi að það dyggði að setjast niður hjá vitringi og allt myndi liggja ljóst fyrir.  Að það dyggði að setjast niður hjá vitringi og þá myndi ég vita allt um ritun ungra barna,  allt um lestrarnám og áhrif bókmennta á málþroska,  allt um vitringa fyrri alda og allt um allt hitt sem mig langar til eða held að ég verði að vita.

Mig langaði í gull í morgun.  Mig langaði meira að segja nógu mikið í gullið til að fara á fætur klukkan korter í átta til að hafa tækifæri til að senda stuðningsbylgjur til Minna Manna í gegnum raftækniheima Imbans.  Ég var ekki búin að endurheimta lífsgleðina þegar ég fór aftur á fætur um hádegi og sennilega mun ég ekki gleyma þessum Ólympíuleikum þegar við vorum bara örfáum skrefum frá Ólympíugullinu 2008 fyrr en ég fæ tækifæri til að upplifa raunverulegan sigur á öðrum leikum eitthvað annað ár...

Áfram Ísland...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband