26.8.2008 | 10:39
lærðu að hafna
Ég er alltaf að fá spennandi fyrirspurnir.
Það er hringt í mig og mér er sagt frá því að viðkomandi hafi fengið fyrirspurn um að gera eitt eða annað og hvort ég sé til í að taka þátt í því.
Ég segi yfirleitt JÁ .... og það já kemur til af því að mig langar. Ég sé ekki að það skipti mig svo miklu máli hvort ég geri það eða ekki. Ég tapa ekki. Eina sem gerist er að ég græði reynslu. Reynslu af einhverju sem hugsanlega getur skipt mig máli og hugsanlega ekki.
Það er samt skrítið að þessar eilífu athugasemdir fólks um hvort ég kunni ekki að segja NEI hvort ég segi JÁ við ÖLLU eða augngotur og orð eins og MEÐVIRKNI láta mér líða illa annars lagið. Ég fer að velta því fyrir mér hvort þetta sé óeðlilega mikið af JÁum.. hvort ég geti virkilega ekki sagt NEI... hvort ég sé svo illa meðvirk að ég geti hreinlega ekki aðskilið mig frá þörfum annara. Eða hvort ég hræðist höfnun ef ég segi NEI.
Ég held ekki.
Ég held að ég sé búin að sóa of miklum tíma af mínu lífi í að gera ekki neitt til að ég hefi efni á því að láta hjá líða að gera það sem ég get.
When we can't do what we want, we do what we can... erasmus
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.