jeppaferðin er úti

Það sem ég hef vitskast (meira að segja ég þroskast)  hef ég vit á að greina hvenær ég get eitthvað og hvenær ekki.

Fjárhagsleg staða mín eftir að hafa borgað 50.000 krónur í skatt, 25.000 krónur í skólabækur handa mér sjálfri og skóladót fyrir Grunnskólanemann fyrir 9.000 krónur er á núlli.   Mánuðinn mun ég lifa af með því að ganga í vinnuna, borða upp úr frystikistunni og skemmta mér yfir lærdóminum.

Til þess að lifa af verð ég að hætta við að reyna að fá frí til að fara í jeppaferð í uppsveitir landsins.  Ég verð að vinna mína vinnu til að hafa kannski örlítið meiri fjárráð þegar ég verð að borga næstu 50.000 króna skattgjöld, fara í vettvangsnámið sem ég vissi ekki að ég þyrfti að fara í og borga allt sem ég kem til með að fresta að greiða núna...

Ég valdi að fara í nám og ég kem til með að standa með því......

Heppin ég að eiga frystikistu og hafa góða fætur til að ganga á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Ef allir hugsuðu svona jákvætt þá gengi allt mikklu betur hjá öllum. ;)

Aprílrós, 2.9.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband