skírn

Ég átti notarlega stund áðan yfir humarpotti, með fangið fullt af smábörnum og umvafin af þessu yndislega fólki sem ég er svo heppin að geta kallað mitt.

Barninu var gefið nafnið Ragnheiður Ásta......

Í veislunni var ég minnt á barnabarnið sem ég átti en á ekki lengur.  Krúttlegur strákpjakkur sem ég af fúsum og frjálsum vilja var búin að gera að mínum og elska í eitthvað um tvö ár en var svo svipt með einu dna-prófi.

Ég hef eiginlega aldrei sætt mig við að þurfa að sjá á eftir honum.  Því það var ekki bara fullvissan um að hann væri ekki minn sem fékk mig til að sleppa af honum takinu heldur allt það sem olli því að ég þurfti að horfast í augu við þær staðreyndir að hann væri ekki minn.

Núna hef ég smellt mynd af Hauki upp á vegg, kveikt á kertum undir myndina og rist undarleg tákn allt um kring....  Síðan mun ég söngla undarlegar þulur meðan ég brugga seyð sem ég vona að komi til með að gefa mér sálarfrið.

Ég er að fara að kenna tök á morgun.  Ég verð líka að skreppa í grunnskóla til að fylgjast með því hvernig stærðfræðitími á unglingastigi fer fram.   Eftir það skelli ég mér til Keflavíkur þar sem ég mun gera það sem ég get til að afstemma eitt stykki bókhald fyrir eitt fyrirtæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband