endamörk

Ég sit og strýk bókunum mínum.....  Þar sem ég sit og strýk bókunum mínum hugsa ég með ánægju til þess dags þegar ég hef tíma til að taka upp eins og eina bók og lesa hana.

Önnin er rétt að byrja og ég er strax komin á fall í skilum. 

Á Minn Vinnustað mæti ég upp á hvern einasta dag.  Ég mæti eingöngu vegna skyldurækni og vegna þess að ég er svo hrædd um að það gerist eitthvað spennandi ef ég er ekki á staðnum.   Og fyrst ég er hvort eð er mætt á staðinn leyfi ég einum nema að hanga aftan á rassinum á mér hvert sem ég fer.
Á Bókhaldsvinnustaðinn mæti ég líka nánast upp á hvern einasta dag.  Ég mæti þar vegna þess að ég á eftir að skila af mér einhverjum pappírum og vegna þess að það er alveg sama hvað ég mæti þar oft  ég er alltaf jafn tóm í kollinum um hvað ég sé eiginlega að reyna að gera með þessa tilteknu pappíra.

Næsti fimm kennslustunda fyrirlestur í Kennslu-Starfinu-Mínu verður um Largatil, leponex, schizophrenia, manic-depressive og annað sem viðkemur geðsjúkdómum.  Vonandi man ég eitthvað af allri þessari visku þegar fyrsta kennslustundin rennur upp á morgun.

Það er fundur á Menntavísindasviði HÍ á morgun með heimaskólanum mínum sem ég verð að mæta á.  Það er verst að á sama tíma verð ég einnig að vera á tveimur öðrum og ólíkum stöðum. 

Ég er að verða sérfræðingur í að koma mér í verkefni sem ég ræð ekki við.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband