hæfing

Ég á bráðum eins árs barnabarn.....

Vegna eigin kæruleysis er ég ekki búin að kaupa afmælisgjöf, ég er ekki búin að bjóða fram aðstoð við afmæliskökubakstur og ég er ekki búin að gera ráð fyrir afmælinu í aðgerðalista minnar nánustu framtíðar.

Kæruleysi mitt nær líka svo langt að ég er ekki búin að gera neitt til að bjarga mér um peninga til að lifa af út mánuðinn en í augnablikinu saman standa auraráð mín af u.þ.b. 300 krónum, auk endurvinnslusjóðsins í formi tómra áldósa og plastflaskna og nánast tóms bensíntanks.

Ég var búin að sjá fyrir mér að ef allt um þryti mundi ég gefa upp bankareikningsnúmerið mitt á þessari vefsíðu og með hjartnæmri ræðu biðja þá sem opna hana að leggja inn á reikninginn minn hundrað krónur.  Miðað við hundraðogeitthvaðflettingar á dag, fengi ég þá rúmlega tíu þúsund krónur sem yrðu til þess að ég héldi áfram að blómstra um aldur og ævi.   Síðan náði græðgin yfirhöndina og ég var byrjuð að blogga um tvöhundruðkróna framlag frá hverjum og einum þegar ég uppgvötaði að einstaklingar sem hafa efni á að klippa sig í næsta mánuði, borga sína skatta og skyldur, fjárfesta í nærklæðnaði og kaupa sér nýja skó hljóta að hafa rif undir ráði hverju og geta bjargað sér um aura án betls.

Allt verður og fer sem fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband