23.9.2008 | 22:17
Þið eruð asnar
Hryggsúlan í mér er með uppreisn.....
Hún vælir hátt um betri meðferð. Hún vælir svo hátt að ég er tilneydd til að eyða meiri tíma í rúminu en mér þykir gott.
Hún vældi meira segja svo hátt í morgun að mér var ekki á nokkurn hátt mögulegt að setjast á klósettið til að pissa. Og mér var sko mál að pissa. Ég gat ekki séð nema tvennt í stöðunni. Annars vegar að leggjast upp í rúm og liggja þar í eigin hlandi þar til heilsan yrði betri eða PISSA STANDANDI. Ég veit fyrir víst að ég er sátt við að vera kona og kem ekki til með að gera þetta að vana.
Auðvitað fór ég til læknis. Læknirinn hló að mér og hélt fyrirlestur um þursabit. Auk þess gaf hann mér tilvísun á sjúkraþjálfun svona til að koma til móts við mínar óskir og væntingar. Ég sagði honum ekki frá lækningum sem sagði að hryggjaliðirnir væru að kalka saman né lækninum sem sagði að ég væri hugsanlega með brjósklos. Ég sagði honum ekkert nema að mér væri illt í bakinu og ég væri ekki mætt á staðinn til að gleypa einhverjar pillur sem hann hugsanlega mælti með, heldur væri ég komin á staðinn til að vita hvað væri að, hvers vegna og hvað væri til ráða.
Mig langar í frosk..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.