9.10.2008 | 23:02
bara stuð
Ég hlustaði á einn karl í sjónvarpinu í kvöld sem talaði upphátt um allt sem ég þurfti að segja um þetta Íslandsgjaldþrot....
Ég er ferlega fegin því það gefur mér tækifæri til að sleppa því að tjá mig um málefnið og sita bara hjá þar til hann þarf minn stuðning.
Kennsludegi í dag lauk með veðurbarningi á sál og líkama þar sem ég stóð með blöð að merkja við hlaupara sem af einskærri elju tóku þátt í því sem þeim var ætlað að taka þátt í. Merkilegt fólk þetta unga fólk.
Á morgun ætla ég svo með Toppmanninum, Krílinu, ArtDan og VísaStráknum til Akureyrar. Þar mun ég anda rólega inn og út um nefið fram á sunnudag. Kannski mun ég kíkja á systur mínar, mömmu og litla fallega frændann. En bara ef ég nenni.
Grunnskólaneminn vill ekki með mér þar sem hún ætlar að taka þátt í að halda upp á afmæli vinkonu sinnar. LaukurÆttarMinnar mun því flytja hér inn til að hugsa um Rottuna og verja allar krónurnar sem liggja núna undir koddanum mínum.
Allt gulltryggt á þessum bæ.
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.