ferðin

Ég var að rúlla inn úr dyrunum eftir Akureyrarferðina....  drullu þreytt og alveg eins og undin tuska.

Við sátum sveitt við að búa til samræmda sögu um hvað á daga okkar dreif þarna fyrir norðan en ákváðum svo bara að segja ekki neitt.

Það sem situr samt í mér eftir ferðina er augnablikið þar sem ég hélt að ég myndi ekki sjá VísaStrákinn oftar í þessu lífi.   Ég get ekki fyrirgefið sjálfri mér fyrir þessa morðtilraun..

Ég knúsaði sætasta strák í heimi, systur mínar og mömmu....  drullufallegt fólk, þetta fólk. Síðan fór ég og fann Norðlenskuhjúkkuna og sagði henni hvað ég væri glöð yfir að hún væri á ennþá á lífi.

Góð ferð þessi ferð á Akureyrina....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband